Í Útilegu fá áhorfendur að fylgjast með klassískri íslenskri útilegu. Það lítur allt vel út á yfirborðinu en undir brosunum leynist sannleikurinn sem oft getur reynst erfiður og sár. Útilega dregur upp einlæga, trúverðuglega og skemmtilega mynd af Íslendingum nútímans sem eflaust margir áhorfendur geta tengt við.
Þættirnir fjalla um sexmenninga á fimmtugsaldri sem hafa haldið hópinn síðan í menntaskóla og eru á leið í hina árlegu sumarútilegu ásamt fjölskyldum sínum. Í ferðunum vilja þau komast undan hversdagslegu amstri og skilja eftir áhyggjurnar heima. Hins vegar fylgja þær alltaf með í farangrinum.
Þættirnir eru í leikstjórn Fannars Sveinssonar framleiddir af Glassriver, en saman unnu þau einnig saman að gamanþáttunum Venjulegu Fólki. Einvalalið leikara færir okkur vinahópinn og maka þeirra eru í aðalhlutverkum eru Aldís Amah Hamilton, Björn Thors, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Helga Viktoría Þorvaldsdóttir, Hjálmar Örn Jóhannsson, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Þættirnir eru skrifaðir af Sveinbirni I. Baldvinssyni og Sigurði G. Valgeirssyni.