Síminn og dótturfélag okkar Billboard héldu nýverið markaðsviðburðinn Skilaboð í Hörpu þar sem yfir 300 manns mættu og fræddust um nýjustu strauma og heyrðu reynslusögur.
Fyrirlesarar voru Kári Jónsson, forstöðumaður auglýsingamiðlunar hjá Símanum, sem ræddi mikilvægi fagmennsku á örmarkaði eins og á Íslandi og kynnti nýjungar í mælingum og þróun auglýsinga. Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Íslandsbanka, sagði frá hvernig 750 manns vinna saman að því að skapa sterkt vörumerki og hlutverk markaðsstjóra við að fá allt starfsfólk með í lið til að tryggja að allir séu að stefna í sömu átt. Að lokum steig á svið hinn margverðlaunaði breski greinandi Ian Whittaker, sem gaf innsýn í framtíð og tækifæri samskipta, umhverfismiðla og auglýsinga í sjónvarpi í óstöðugu efnahagsumhverfi.