Það er óhætt að segja að þættirnir hafi fyrir löngu stimplað sig inn sem ein farsælasta þáttaröð síðari ára enda hafa aldrei verið jafn margar þáttaraðir gerðar af leiknum íslenskum grínþáttum og engin íslensk leikin þáttaröð hefur verið spiluð jafn oft í Sjónvarpi Símans en Venjulegt fólk nálgast nú óðfluga 2.5 milljón spilanir.
Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmar Guðjónsson fara með aðahlutverkin sem fyrr en Halldóra Geirharðsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon og Sigurður Þór Óskarsson snúa öll aftur á skjáinn í sínum hlutverkum.
Sjötta þáttaröðin af Venjulegu fólki kemur í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium þann 7. desember.