Við hvetjum viðskiptavini Símans til að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort að viðkomandi sé í þeim áskriftarleiðum og þjónustu sem henta best þeirra notkun. Hægt er að opna netspjall á siminn.is, hafa samband í gegnum tölvupóst, hringja í 550 6000 eða heimsækja verslanir Símans.
Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins ásamt Síma appinu sem er aðgengilegt í App Store og Play Store fyrir iPhone og Android síma.
Upplýsingar um breytingar á vörum á fyrirtækjamarkaði er að fá hjá Fyrirtækjaþjónustu Símans í síma 550 6000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@siminn.is.
FARSÍMI
Netáskrift Endalaus GB lækkar um 1200 kr. og mun kosta 2.800 kr. eftir breytinguna en innifalið gagnamagn innan EES landa lækkar samhliða úr 30 GB í 20 GB. Viðskiptavinir í Netáskrift 5GB fyrir fyrirtækjaáskriftir og 25 GB færast yfir í Netáskrift með Endalausu gagnamagni og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af viðbótarkostnaði vegna notkunar. Eftir breytinguna verður um að ræða 200 kr. lækkun fyrir þau sem voru í 25 GB áskriftinni en 800 kr. hækkun fyrir þau sem voru í 5 GB áskriftinni.
TALSÍMI - VOIP
Fjöldi sérþjónusta í talsíma verður gjaldfrjáls en um er að ræða t.d. fasta- og kóða lása, númeraleynd ofl. Um er að ræða sérþjónustu sem kostaði 600 kr. á mánuði en verður nú gjaldfrjáls.
NAFNABREYTINGAR
Yfirlit yfir nafnabreytingar má sjá hér.