Við hvetjum viðskiptavini Símans til að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort að viðkomandi sé í þeim áskriftarleiðum og þjónustu sem henta best þeirra notkun. Hægt er að opna netspjall á siminn.is, hafa samband í gegnum tölvupóst, hringja í 550 6000 eða heimsækja verslanir Símans.
Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins ásamt Síma appinu sem er aðgengilegt í App Store og Play Store fyrir iPhone og Android síma.
Upplýsingar um breytingar á vörum og skilmálum þeirra á fyrirtækjamarkaði er að fá hjá Fyrirtækjaþjónustu Símans í síma 550 6000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@siminn.is.
Talsími
Fjölmargar breytingar til lækkunar á ákveðnum sérþjónustum talsíma yfir POTS og ISDN kerfið. Sjá nánar á yfirlitsskjali hér.
Farsími
Áskrift 1 GB mun hækka um 100 kr. sem og Áskrift 15 GB, Áskrift Endalaus GB og Áskrift 250 GB. Áskrift 50 GB mun hækka um 300 kr. SMS í erlend númer mun hækka um 3 kr og símtöl erlendis í Ferðapakka munu hækka um 2 kr. Verðhækkanir taka einnig gildi fyrir fyrirframgreidda þjónustu í Frelsi.
Sjá nánar í yfirlitsskjali hér.
Heimilispakkar
Einfaldi pakkinn mun hækka um 1.000 kr og kosta 14.000 kr eftir breytinguna. Þægilegi pakkinn mun hækka um 1.500 kr. og kosta 23.000 kr. eftir breytinguna. Heimilispakkinn mun hækka um 600 kr. og kosta 19.000 kr.
Sjónvarp
Aukaopnun á myndlykli hækkar um 100 kr og samtímastraumar um 450 kr.
Internet
Ákveðnar internet áskriftir munu hækka um 200 kr. og leigugjald beinis hækkar um 100 kr og verður því 1.200 kr. eftir breytinguna.
Sjá nánar í yfirlitsskjali hér.
Yfirlit yfir allar þjónustu- og verðbreytingar sem munu taka gildi þann 1. janúar 2024, má nálgast hér að neðan.