Við hvetjum viðskiptavini Símans til að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort að viðkomandi sé í þeim áskriftarleiðum og þjónustu sem henta best þeirra notkun. Hægt er að opna netspjall á siminn.is, hafa samband í gegnum tölvupóst, hringja í 550 6000 eða heimsækja verslanir Símans.
Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins ásamt Síma appinu sem er aðgengilegt í App Store og Play Store fyrir iPhone og Android síma.
Upplýsingar um breytingar á vörum og skilmálum þeirra á fyrirtækjamarkaði er að fá hjá Fyrirtækjaþjónustu Símans í síma 550 6000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@siminn.is.
Farsími
Eftirfarandi breytingar verða gerðar á áskriftum farsímaþjónustu:
Fjölskyldukort – Áskrift hættir í sölu og verða viðskiptavinir færðir í aðra áskrift sem hentar þeim. Í einhverjum tilfellum mun breytingin þýða enga breytingu þegar kemur að kostnaði og í öðrum sparast 100 kr. á mánuði.
Tvíburakort, faxsending í farsíma og læsing með lykilorði er þjónusta sem allar hætta.
Gagnaflutningur í farsíma mun hækka um 300 kr. og mun því kosta 600 kr. í stað 300 kr. áður.
Skilmálar
Nýir skilmálar taka gildi fyrir farsímaþjónustu og fyrirtækjaþjónustu.
Almennir viðskiptaskilmálar ásamt skilmálum fyrir sjónvarps- og internetþjónustu verða uppfærðir sem og persónuverndarstefna sjónvarpsþjónustu.
Samhliða falla niður skilmálar fyrir: Skipta reikninga, Áskrift, Frelsi/Þrenna og Krakkakort, Notkun í útlönd, Heimilispakkinn, Þægilegi pakkinn, Einfaldi pakkinn og Sjónvarp Símans appið.
Yfirlit yfir allar verð- og skilmálabreytingar sem munu taka gildi þann 1. nóvember 2023 má nálgast hér.