Við viljum enn og aftur vara við svikapóstum sem eru sendir út í nafni Símans. Í þetta sinn er um að ræða tölvupóst þar sem reikningur er í viðhengi og viðtakandi beðinn um að staðfesta þar sem brátt muni verða skuldfært á kreditkort viðkomandi og kvittað er undir sem Innheimtuhópur.
Síminn sendir ekki tölvupósta sem þessa en þekkja má svikapóstinn sem nú gengur um á því að hann er t.d. skrifaður á lélegri íslensku og hann kemur frá netfangi sem ekki er í eigu Símans.
Ef þú hefur fengið svona tölvupósta mælum við með því að henda honum í ruslið og njóta dagsins. Ef þú hefur smellt og opnað viðhengið mælum við með því að láta vírusvörn yfirfara tölvuna hið fyrsta.