Þegar greitt er fyrir vöru velur þú það kort sem þú vilt greiða með í appinu og staðfestir upphæð með auðkenningu. Rafræn kvittun er aðgengileg í appinu þegar búið er að greiða fyrir vöruna.
Þú getur greitt með Pay um leið og þú hefur sett appið upp og skráð greiðslukort. Af öryggisástæðum setjum við 15 þúsund kr. þak á úttektir þangað til að notandinn er auðkenndur með rafrænum skilríkjum eða með því að fá skjal í heimabanka.
Það kostar ekkert að borga hjá söluaðilum Pay. Kostnaður við Léttkaup má finna í verðskrá.
Athugið að þetta á ekki við um kostnað sem rukkaður er af þínum viðskiptabanka.
Þegar þú opnar appið er plús uppi í hægra horninu. Þar getur þú bætt við greiðslukortum og Léttkaupskorti.
Allir geta notað Pay – óháð fjarskiptafyrirtæki eða viðskiptabanka. Eina sem þú þarft að vera með er íslenskt kredit- eða debetkort.
Appið er aðgengilegt í öllum snjallsímum sem eru með Android eða iOS stýrikerfi.
Já. Pay er app frá Símanum og er ætlað öllum sem nota íslensk debit -eða kreditkort, óháð banka eða fjarskiptafyrirtæki.
Þú sækir appið í App Store eða Google Play og skráir inn greiðslukortin þín. Með appinu getur þú greitt með símanum þínum hjá söluaðilum Pay um allt land. Til að dreifa greiðslum þarftu að sækja um Léttkaupskort í appinu.
Með rafrænum beiðnum í Síminn Pay appinu leysum við beiðnabókina af hólm.
Pay er greiðslulausn frá Símanum og er í boði fyrir alla. Appið virkar fyrir öll fjarskiptafyrirtæki og banka, og virkar því fyrir öll íslensk debet- og kreditkort. Með Síminn Pay getur þú dreift greiðslum í allt að 36 mánuði. Appið virkar hjá fjölmörgum söluaðilum um allt land og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa allt á einum stað.