Í vefviðmóti fyrir SMS magnsendingar er hægt að senda á allt að 1000 manns í einu. Ef forritað er á móti kerfinu er ekkert hámark.
Skeyti send sem SMS Magnsending geta lengst verið 540 stafir.
Ef venjulegt SMS skeyti verður lengra en 160 stafir þá sendist það sem mörg skeyti og er hægt að senda allt að 306 stafi í tveimur skeytum og 459 stafi í þremur skeytum og svo framvegis fyrir lengri skeyti (153 stafir komast í hvert undirliggjandi samsett SMS).
Ef SMS skeyti er sent með íslenskum stöfum (sent með unicode stafasetti) sem er lengra en 70 stafir þá komast 134 stafir í tvö skeyti og 201 stafir í þrjú skeyti og svo framvegis fyrir lengri skeyti (67 stafir komast í hvert undirliggjandi samsett unicode SMS).
Hægt er að velja um tvær leiðir til að nota þjónustuna. Annars vegar að nota vefsíðu sem Síminn leggur til og hins vegar að forrita á móti kerfinu. Með því að forrita á móti kerfinu geta fyrirtæki látið sín eigin kerfi senda sms skeyti og notað sms sendingar beint í innri ferlum í innviðum fyrirtækisins.
Notandinn nálgast þjónustuna með sérstöku notendanafni og lykilorði. Hægt er að senda SMS Magnsendingar frá hvaða tölvu sem er að því skilyrði uppfylltu að hún sé tengd Internetinu.
Magnsendingar er hægt að senda á hvaða GSM númer sem er, þ.e. hvort sem það er til viðskiptavina Símans, eða annarra símafyrirtækja (innlendra sem erlendra).
Innskráning fyrir SMS Magnsendingar
Ólíkt öðrum leiðum til SMS sendinga er reikningurinn ekki bundinn við farsíma sendanda heldur fyrirtækið sem sendir. Reikningur er því sendur mánaðarlega fyrir heildarnotkun á SMS magnsendingum.
Einstaka verð má finna í verðskrá.