Nei, það er ekki hægt. Takmörkun í búnaði veldur því að einungs er hægt að nota eitt baknet á hverri tengingu.
Já, það er hægt. Það er nauðsynlegt að notast við radiuþjón til þess því radiusþjónninn úthlutar bakneti. Einnig er mismunandi hvort 3G/4G beinar styðja baknet. Sumar gerðir af Huawei beinum gera það og flestar gerðir Cisco beinum.
Það gefur fyrirtækinu yfirsýn yfir handtækin sín og hvenær þau tengjast og aftengjast.
Það þarf tengingu við IP-net Símans. Hægt er að velja hvort 3G/4G búnaður skuli tengjast beint við einkanet fyrirtækis og geti þá haft samband við öll útibú (full mesh) eða hvort hann tengist eingöngu við höfuðstöðvar á sérstakri þjónustutengingu.
Já, ef búið er að stofna APN fyrir foobar.com. Þá er slegið inn „foobar.com“ í reitinn APN. Þessar stillingar eru gjarnan undir „Mobile Network“ í búnaði.
Já, það er hægt og þarf að taka fram við pöntun á APN. Ef lokað er á milli handtækja geta þau einungis haft samband við höfuðstöðvar fyrirtækisins.
Í öllum tilfellum þarf viðskiptavinur að ákveða IP-kippu fyrir handtæki.