Ef barnið þitt er nú þegar með Frelsiskort hjá Símanum getur þú klárað skráningu á Krakkakorti á þjónustuvefnum. Hafðu samband við okkur í 5506000 ef þig vantar Frelsisnúmer frá Símanum eða vilt flytja númerið þitt yfir til okkar.
Til að virkja Krakkakortið þarftu að skrá þig inn á Þjónustuvefinn. Bæta við Krakkakorti
Athugið að Frelsisnúmerið verður að vera skráð á barnið þitt áður þú skráir númerið sem Krakkakort.
Fyrir utan hefðbundið Frelsi þá mælum við með Krakkakorti. Krakkakortin er hugsuð fyrir börn yngri en 18 ára og kosta ekkert aukalega. Börnin geta hringt og sent SMS endalaust innanlands og fá 2 GB (þar af hægt að nýta 1 GB innan EES landa) en auðvelt er að bæta við gagnamagni.
Krakkakort eru í boði með öllum farsímaáskriftum. Hægt er að fá allt að 11 Krakkakort. Panta Krakkakort hérna.
Ef þú ert með barn eldri en 18 ára þá mælum við með ÞRENNU. Sjá nánar um ÞRENNU hérna.
Ef barnið þitt (18 ára og yngri) er ekki skráð fyrir Frelsisnúmerinu er hægt að fara á þjónustuvefinn og skrá númerið. Í þessu tilfelli verður þú að fara inn á þjónustuvefinn með Frelsisnúmerinu eða Krakkakortinu (s.s. ekki inn á þinn aðgang) og færðu þá lykilorðið sent sem SMS í númerið.
Skrá Frelsisnúmer
Ef gagnamagnið á Krakkakorti klárast er ekkert mál að fylla á það á þjónustuvefnum. Athugið að ef notkunin er slík að gagnamagnið klárast í hverjum mánuði gæti verið hagstæðara að færa númerið í áskrift.
Foreldrar geta skráð sig inn á þjónustuvef Símans og tengt Krakkakortið við sinn aðgang. Þannig geta þau fylgst með notkuninni og fyllt og keypt auka gagnamagn eftir þörfum. Athugaðu að hafa símann með Krakkakortinu við höndina, þar sem SMS verður sent í símann með staðfestingarnúmeri.
Virk
Inneign er virk í 6 mánuði eftir að síðast var bætt við hana. Þú getur hringt fyrir verðmæti inneignar þinnar í 6 mánuði að meðtöldum kaupdegi. Þú getur móttekið símtöl út þetta tímabil þótt engin inneign sé eftir. Ef þú kaupir aðra inneign og fyllir á innan þessara 6 mánaða er þeirri upphæð bætt ofan á eftirstöðvar af fyrri inneign, ef einhverjar eru, og nýtt 6 mánaða tímabil hefst.
Óvirk
Ef 6 mánuðir hafa liðið frá síðustu áfyllingu verður inneignin óvirk og þú getur hvorki hringt né móttekið símtöl. Þú getur þó hringt í 550-6000 og 112. Þú getur fyllt á Frelsi hvenær sem er á þessu 6 mánaða tímabili. Þá bætist sú upphæð við eftirstöðvarnar af fyrri inneign, ef einhverjar eru, og nýtt 6 mánaða tímabil hefst.
Útrunnin
Eftir að óvirka tímabilinu lýkur, ári eftir síðustu áfyllingu, fyrnist inneignin, ef einhver er. Einnig áskiljum við okkur rétt til að aftengja þjónustuna.
Það er einfalt og auðvelt að kaupa inneign á Frelsisnúmerið þitt í gegnum Símaappið ef þú átt snjallsíma. Til þess þarftu ekki annað en að hafa skráð debet- eða kreditkortið þitt á þjónustuvefnum.
Sækja Símaappið fyrir Android.
Það er einfalt að nota Þjónustuvef Símans. Þú skráir símanúmerið þitt í innskráningargluggann og færð lykilorð sent í símann. Þú þarft ekki að muna þetta lykilorð því þú færð sent nýtt í hvert skipti sem þú skráir þig inn.
Á Þjónustuvefnum velur þú „kaupa inneign“ og velur þá áfyllingu sem hentar þér. Við mælum með því að skrá greiðslukort á Þjónustuvefnum. Þá þarftu ekki að hafa kredit- eða debetkortið við hendina þegar þú fyllir á númerið næst hvort sem er í gegnum vefinn eða símann.
Á forsíðu siminn.is getur þú valið að fylla á Frelsi án þess að skrá þig sérstaklega inn á Þjónustuvefinn. Þú velur annaðhvort áfyllingu eða frábæra pakka sem henta þinni notkun. Einnig eru í boði gagnapakkar ef þú ferð oft á netið í símanum. Kaupa áfyllingu.
Þú getur fyllt á krónuáfyllingu fyrir Frelsi í hraðbönkum og netbönkum. Hægt er að kaupa netáfyllingar í appinu eða á þjónustuvefnum.
Bjóddu öðrum að borga símtalið með *888*
Ef þú ert með farsímanúmer hjá Símanum geturðu boðið öðrum aðila, sem einnig er hjá Símanum að greiða fyrir símtal ykkar á milli. Veldu *888* á undan númerinu sem þú vilt hringja í og þú færð að vita hvort viðkomandi, samþykkir að greiða fyrir símtalið eða ekki.
Kollekt símtal ekki samþykkt
Ef þú nærð ekki að hringja Kollekt er líklegt að sá sem þú vilt ná í hafi hafnað beiðni þinni eða hafi látið loka fyrir þennan möguleika hjá sér. Einnig er mögulegt að viðtakandi sé hjá öðru símafyrirtæki en Símanum, enda aðeins hægt að hringja Kollekt símtöl innan Símans. Ekki er hægt að hringja Kollekt símtal í útlöndum.
Loka fyrir Kollekt símtöl
Þú getur látið loka fyrir að aðrir hringi Kollekt í þig, og þú sért þar með að greiða fyrir símtalið. Þú einfaldlega hringir í þjónustuverið okkar, 5506000 og biður um að láta loka fyrir þennan möguleika.
Þægileg leið til að vita stöðuna er að nota Símaappið sem er í boði fyrir bæði Android og iPhone. Auk þess getur þú nálgast notkunaryfirlit á þjónustuvefnum.
Fyrir utan hefðbundið Frelsi þá mælum við með Krakkakorti. Krakkakortin er hugsuð fyrir börn yngri en 18 ára og kosta ekkert aukalega. Börnin geta hringt og sent SMS endalaust innanlands og fá 2 GB en auðvelt er að bæta við gagnamagni.
Krakkakort eru í boði með öllum farsímaáskriftarleiðum okkar í dag. Hægt er að fá allt að 11 Krakkakort.
Þú getur bætt við Krakkakorti hérna á Þjónustuvefnum en allir hafa aðgang.
Við mælum líka með ÞRENNU fyrir börn sem þurfa meira en 2 GB þar sem þá er í boði meira gagnamagn.
Þú skráir númerið þitt hérna á þjónustuvefnum en þar velur þú að fá SMS.
Þegar þú skráir númerið færðu jafnframt 500 kr. inneign og við getum jafnframt látið þig vita þegar breytingar eiga sér stað á verði eða skilmálum.