Úræði er áskrift fyrir snjallúrið þitt sem gerir þér kleift að vera með símanúmerið þitt í snjallúrinu. Þannig getur þú farið út úr húsi án þess að taka símann þinn með þér. Þú getur hringt, tekið á móti símtölum og borgað með úrinu. Úræði hentar sérstaklega vel í útivist, svo sem hlaupum eða göngum. Kynntu þér þjónustusvæði Símans hér:
Til þessa að virkja Úræði í Apple Watch þarft þú að panta Úræði í gegnum Watch appið í iPhone-inum þínum og fer því pöntunin alfarið í gegnum sjálfsafgreiðslu. Þú opnar Watch appið í iPhone, ferð í Mobile Data, og svo er ýtt á Set Up Mobile Service. Þar á eftir fylgir þú skrefunum, en þú nálgast notandanafn og lykilorð inn í gegnum Þjónustuvef. Þjónusturáðgjafi getur ekki nýskráð Úræði fyrir þig.
Ef þú villt Úræði í Samsung Watch skráir þú þig fyrir áskriftinni og við höfum samband og klárum að virkja fyrir þig.
Þú þarft að vera með cellular Apple Watch SE eða Apple Watch Series 5 eða nýrra til að geta notað Úræði. Einnig þarftu að vera með nýjustu uppfærsluna á úrinu þínu og í símanum.
Til að virkja Úræði þarft þú Apple Watch úrið þitt og farsímann þinn. Mikilvægt er að farsímanúmerið þitt sé skráð í Áskrift, því Úræði virkar ekki í Frelsi eða Þrennu. Við mælum með að endurræsa símann áður en þú hefst handa við uppsetningu og passa upp á að þú sért með nýjustu uppfærslu í bæði úrinu og farsímanum.
Opnaðu Watch appið í símanum þínum
Veldu úrið þitt og ýttu á Mobile Data -> Set Up Mobile Data
Þar næst skráir þú inn notendanafn og lykilorð
Notendanafn og lykilorð er það sama og inn á Þjónustuvef Símans. Ef þú manst ekki lykilorðið þitt getur þú fengið það sent með því að slá inn kennitöluna þína hér.
Nú getur þú klárað skráninguna í Apple Watch appinu í símanum með því að fylgja skrefunum sem koma upp og byrjað að njóta!
Þú þarft að vera með iPhone 6s eða nýrri síma og vera með uppfærsluna iOS 15 eða nýrri til að geta notað Úræði.
Allir viðskiptavinir sem eru með farsímanúmer í áskrift hjá okkur geta fengið Úræði. Ef að númerið þitt er frelsisnúmer þá getur þú því miður ekki fengið Úræði. Skoðaðu áskriftarleiðir sem eru í boði hér: https://www.siminn.is/simi
Til þess að geta farið út með snjallúrið þitt og notað það eins og þú notar símann þinn þá er Úræði málið. Þá getur þú hringt, svarað símtölum og sent SMS úr farsímanúmerinu þínu allt í gegnum úrið.
Nei, því miður virkar Úræði ekki með frelsi (Almennt Frelsi, Þrennu og Krakkakorti) eins og er. Ef þú ert í áskrift getur þú fengið Úræði, pantaðu áskriftir hér: https://www.siminn.is/simi
Best er að skrá nýja áskrift í úrið hjá Símanum, en þú þarft að fjarlægja áskriftina sem er virk í dag í úrinu þínu áður en það er gert.
Mismunandi villu skilaboð geta komið upp, við viljum leysa þau með þér.
Ef að fyrirtæki eða annar aðili er rétthafi eða aðalgreiðandi á farsímanúmerinu þá getur þú ekki skráð þig fyrir Úræði, til að framkvæma rétthafabreytingu getur þú sent rafræna rétthafabreytingu hér: https://www.siminn.is/adstod/eydublod. Ef þú þarft að breyta aðalgreiðenda þá getur þú sent okkur tölvupóst á radgjof@siminn.is.
Ef að númerið þitt er í frelsi (Almennt Frelsi, Þrennu og Krakkakorti) þá getur þú ekki fengið Úræði að svo stöddu.
Sum Apple Watch úr sem eru keypt í Bandaríkjunum eru með lokað fyrir notkun í Evrópu.
Við bendum þér á að heyra í þjónustufulltrúum okkar ef að þú ert að lenda í vandræðum með skráningu.
Eins og er styður Auðkenni ekki við rafræn skilríki með Úræði. Það þarf því að græja allt sem þarfnast rafrænna skilríkja með símanum.
Ef þú týndir símanum þínum og þarft að fá þér nýjan þá helst Úræðið enn á sínum stað, svo lengi sem þú ert með sama símanúmer. Þú parar nýja símann þinn við úrið og getur haldið áfram að nýta þér áskriftina. Ef þú týnir snjallúrinu þá er betra að segja upp Úræði svo tenging úr símanúmerinu þínu yfir í úrið slitni.
Hægt er að stjórna því hvaða tilkynningar koma í úrið þitt í gegnum stillingar í Watch appinu í iPhone.
Ef þú vilt af einhverjum ástæðum hætta með Úræði þá getur þú sagt henni upp í gegnum Watch appið.
Með hverri áskrift er hægt að vera með eitt Úræði tengt við. Þannig að ef að þú ert með aðra farsímaáskrift þá getur þú verið með annað Úræði með því.