Þú notar innifaldar mínútur og SMS þegar þú ert í Reiki í Evrópu löndum og þegar þú hringir í númer innan þeirra landa. Ef þú hringir frá EES til landa utan EES er upphafsgjaldið 17 kr. og mínútuverðið 160 kr.
Líkt og innanlands þá eru endalausar mínútur og SMS innifalin í farsímaáskriftinni þegar þú ert í Reiki í Evrópu landi hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan EES landa. Þú getur séð hve mikið gagnamagn þú getur notað í Reiki í Evrópu í Símaappinu, á þjónustuvef og í verðskrá:
Ef innifalið gagnamagn í EES klárast greiðir þú 0,28 kr fyrir hvert 1 MB. Það þýðir að 1 GB kostar 287 kr. Ef þú hringir frá EES til landa utan EES er upphafsgjaldið 17 kr. og mínútuverðið 160 kr.
Frelsi virkar innan landa EES alveg eins og heima á Íslandi. Ef þú ert í fyrirframgreiddri áskrift með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá Frelsis.
Ef hringt er frá EES til landa utan EES er upphafsgjaldið 17 kr. og mínútuverðið 160 kr. og þarf að eiga inneign fyrir því.
Með Krakkakortum fylgir 1GB til notkunar innan EES, en annars er hægt að kaupa auka gagnamagn hér eða í Símaappinu.
Öll lönd sem eru hluti af EU/EES eru hluti af Reiki í Evrópu.
Hægt er að sjá hversu mikið GB er innifalið í þinni áskrift í verðskrá fyrir farsíma- og netáskriftir.
Líkt og innanlands þá eru endalausar mínútur og SMS innifalin í Þrennu þegar þú ert í Reiki í Evrópu landi hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan EES landa. Í Þrennu getur þú notað allt gagnamagnið í mánaðarlegu áfyllingunni þinni innan EES landa en ekki safnamagn. Þú sérð í Símaappinu og á þjónustuvef hversu mikið gagnamagn þú getur notað í Reiki í Evrópu og einnig í verðskrá Þrennu.
Ef hringt er frá EES til landa utan EES er upphafsgjaldið 17 kr. og mínútuverðið 160 kr. og þarf að eiga inneign fyrir því. Hægt að kaupa auka gagnamagn eða inneign sem gildir í EES hér eða í símaappinu.
Viðskiptavinir í farsímaþjónustu hjá Símanum geta nýtt það gagnamagn sem er innifalið í þeirra áskriftarleið að hluta eða að öllu leyti innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þessar reglur eru kallaðar "Fair use policy".
Þú getur séð hve mikið gagnamagn þú getur notað í Reiki í Evrópu í Símaappinu, á þjónustuvef og í viðeigandi verðskrá:
Reiki í Evrópu á einungis við um símnotkun sem á sér stað á meðan viðskiptavinir eru staddir erlendis innan EES. Við mælum með mínútupökkum ef þú hringir reglulega til útlanda.
Bretland er ekki í EU/EES og því ekki hluti af Reiki í Evrópu. Þau lönd sem tilheyra Bretlandi eru England, Norður-Írland, Skotland og Wales. Ferðapakkinn er frábær leið til að lækka símakostnað á ferðalögum til Bretlands hvort sem þú ert í áskrift eða Frelsi. Þú getur kynnt þér Ferðapakkann hér.