Rafræn skilríki virka í nær öllum tegundum farsíma, bæði gömlum og nýjum farsímum óháð stýrikerfi. Það eru þó nokkrir vandræðagemsar en hægt er að nálgast lista yfir þá hér.
Komdu við í næstu verslun Símans og við virkjum þau fyrir þig í samstarfi við Auðkenni. Þú getur einnig farið í bankann þinn og virkjað skilríkin þar.
Mundu að hafa vegabréf eða ökuskírteini meðferðis.
Ef þú ert að flytja símanúmerið þitt til Símans frá öðru fjarskiptafélagið þá geturðu virkjað skilríkin þín heima í stofu. Láttu okkur bara vita þegar þú biður um flutninginn og starfsmaður Símans setur ferlið í gang. Ferlið er einfalt. Eina sem þú þarft er tölva, símtækið og gamla og nýja simkortið. Við látum þig svo vita með sms skeyti þegar þú getur byrjað flutninginn.
Það kostar ekkert fyrir viðskiptavini Símans að nota rafræn skilríki innanlands. Notkun rafrænna skilríkja erlendis fylgir verðskrá Símans fyrir sms reikinotkun eins og hún er hverju sinni.
Rafræn skilríki í farsímanum eru alltaf bundin SIM-kortinu en ekki símanúmerinu. Ef þú glatar SIM-kortinu þínu eða færð nýtt SIM-kort þá þarftu að virkja rafrænu skilríkin aftur. Hægt er að virkja rafræn skilríki í næstu verslun Símans og ef þú hefur ekki tök á að kíkja á okkur þá getur þú einnig haft samband við Þjónustuver Símans í 550-6000 og við sendum nýtt SIM-kort til þín.
Ef þú ert að flytja símanúmerið þitt til Símans frá öðru fjarskiptafélagið þá geturðu virkjað skilríkin þín heima í stofu. Láttu okkur bara vita þegar þú biður um flutninginn og starfsmaður Símans setur ferlið í gang. Ferlið er einfalt. Eina sem þú þarft er tölva, símtækið og gamla og nýja simkortið. Við látum þig svo vita með sms skeyti þegar þú getur byrjað flutninginn.
Til að fá rafræn skilríki í farsímann þarf SIM-kortið þitt að styðja þjónustuna. Þú getur athugað hvort SIM-kortið þitt styðji rafræn skilríki hér.
Ef kortið þitt styður ekki rafræn skilríki komdu þá við í næstu verslun Símans og við græjum það fyrir þig. Ef þú hefur ekki tök á að kíkja á okkur þá getur þú einnig haft samband við Þjónustuver Símans í 5506000 og við sendum nýtt SIM-kort til þín.
Ef þú ert að flytja símanúmerið þitt til Símans frá öðru fjarskiptafélagið þá geturðu virkjað skilríkin þín heima í stofu. Láttu okkur bara vita þegar þú biður um flutninginn og starfsmaður Símans setur ferlið í gang. Ferlið er einfalt. Eina sem þú þarft er tölva, símtækið og gamla og nýja simkortið. Við látum þig svo vita með sms skeyti þegar þú getur byrjað flutninginn.